Þematengd túlkun og miðlun

Að Görðum eru fjöldi tækifæra til að auðga upplifun gesta af svæðinu. Má þar meðal annarra nefna
 • tækifæri til að skapa fallega aðkomu sem býður gesti velkomna og kynnir þeim möguleika svæðisins
 • tækifæri til að auka tengingar svæðisins við nærsvæði, nágrannasveitarfélög og aðrar útivistaráætlanir
 • tækifæri til að skapa aðstæður til landlesturs og varðveislu menningarminja
Sé horft sérstaklega á tækifæri til landslesturs býður það upp á möguleika á túlkun gegnum ýmis þemu. Þemu hjálpa notendum að upplifa svæðið því þau eru eftirminnilegri en ótengdar staðreyndir. Dæmi um þemu sem lagt er til að vinna með eru
 • Jarðsaga, náttúra og dýralíf
  • Hvernig má lesa þróun lands og lífríkis í gegnum milljónir ára?
  • Hvaða dýrategundir má sjá og á hvaða tímum ársins?
 • Menningarminjar í landslagi
  • Hverjar eru þær og hvað segja þær okkur t.d. um atvinnusögu, hlunnindi og kirkjustaðinn
 • Samspil manns og náttúru
  • Hvers vegna safnast byggðin fyrir á holtinu í stað þess að dreifast jafnt um svæðið?
  • Hvernig brugðust íbúar við ágangi sjávar?
 • Kirkjustaður í fortíð, nútíð og framtíð
  • Hvaða hlutverki hefur kirkjan og prestar hennar gegnt í gegnum aldirnar?
  • Hvernig á kirkjustaðurinn að þróast áfram og hvernig skal koma til móts við þann notendahóp, t.d. með stað til íhugunar?
Krókur stendur nálægt gatnamótum þar sem aðalaðkoman að svæðinu er

Margæsir hafa haft viðdvöl á vori og sumri í aldaraðir

Íbúar Garðahverfis hlóðu kál- og túngarða, en einnig sjóvarnagarða til varnar stöðugum ágangi sjávar