Túlkun og miðlun

Að Görðum gefst einstakt tækifæri til landlesturs vegna þess hve lítið svæðið hefur breyst í aldanna rás og vegna þess hve sýnilegar minjar eru á svæðinu.

Með markvissri túlkun og miðlun má miðla til notenda menningararfleifð og þróun lands og lífríkis í gegnum miljónir ára.

Með túlkun og miðlun
  • eykst upplifun notenda af svæðinu og styrkir tengsl þeirra við það
  • eykst meðvitund, skilningur og velþóknun gagnvart svæðinu
  • opnast möguleikar á markvissri markmiðasetningu og stjórnun

Leiðir til túlkunar eru margvíslegar og auðvelt að innleiða í áföngum. Sem dæmi má nefna

  • munnleg í gegnum leiðsögn eða snjallsögumann (i-pod)
  • skrifleg í gegnum skilti, kort eða bæklinga
  • miðlun í gegnum listaverk, hönnun (t.d. áfangastaða) eða aðra atburði
  • rafræn í gegnum internetið og gagnagrunn (þessi kynningarvefur gæti verið eitt dæmi)

Skilningur notenda á svæðinu eykur velþóknun þeirra á því og stuðlar að hærra verndargildi svæðisins.