Skipulagsmörk

Skipulagssvæðið afmarkast af Aukatjörn, Skógartjörn og sveitarfélagamörkum Garðabæjar og Álftaness að vestanverðu. Að norðanverðu af Garðavegi en þó er skógræktarsvæðið á Garðaholti (Grænigarður) og svæði umhverfis félagsheimilið Garðaholt tekið með. Að austan er miðað við mörk deiliskipulags Hleina að Langeyrarmölum. Að sunnan markast skipulagssvæðið af strandlínu.  

Kort er sýnir mörk skipulagssvæðisins að Görðum