Í minningu Guðrúnar

Guðrún Jónsdóttir fæddist 4. mars 1987. Hún lést í sviplegu bílslysi 28. febrúar 2006 og var jarðsett í Garðakirkjugarði. Aðstandendum hennar varð strax ljóst hversu einstakur staður Garðahverfið er. Þar fundu ástvinir fyrir nálægð við náttúruna, sögu fyrri tíma og umfram allt kyrrð og frið í umhverfi sem hafði varðveist að miklu leyti ósnortið. Mikilvægt þótti að hlúa að svo sérstökum stað og gæta þess að hann héldi sérkennum sínum; einstök perla svo skammt frá borgarbyggð.

Til að ná þessum markmiðum stofnuðu nokkrir áhugasamir einstaklingar, Garðafélagið sem er áhugamannafélag um varðveislu Garðahverfis. Þetta félag hóf samstarf við bæjaryfirvöld í Garðabæ og aflaði fjár til að standa straum af gerð þess deiluskipulags sem nú hefur litið dagsins ljós.

Vonandi verður Garðahverfið staður friðsældar, íhugunar og nálægðar. Bætandi og styrkjandi.


Comments