Skipulagsvinnan‎ > ‎

Vinnufundir með sérfræðingum og hagsmunaaðilum

Í skipulagsvinnunni voru haldnir vinnufundir með sérfræðingum og hagsmunaaðilum og íbúar á svæðinu voru  heimsóttir.

Megin skilaboðin um sérstöðu svæðisins hafa verið að þarna sé tækifæri til uppbyggingar sem viðheldur gömlum anda, en gerir nýjum kynslóðum tækifæri til að njóta svæðisins og dafna. Þarna sé einstakt tækifæri til "landlesturs". Lífríkið, jarðfræði, byggðin og sagan og tengsl þar á milli sé ljóslifandi. Kirkjan, kirkjugarðurinn, Krókur og Garðaholt myndi hjarta svæðisins.