Skipulagsvinnan‎ > ‎

Byggð og samfélag 1500 - 1800

Að neðan eru viðhengi með ritgerðum sem nemendur í áfanganum Byggð og samfélag á Íslandi 1500 - 1800 unnu um Garðahverfi, undir leiðsögn doktors Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræðings. 

Saman veita verkefnin breiða yfirsýn yfir 18 aldar samfélag Garðahverfis þar sem hjáleigubyggð var umfangsmikil en helstu einkenni hennar voru víðtæk kvaðakerfi þar sem ábúendur unnu ákveðin verk fyrir landeiganda. Að Görðum eru merkar minjar um fyrstu kálgarðana í kringum 1759, en garðamenning Íslendinga er sprottin upp úr kálgörðunum.

Viðfangsefni ritgerðanna voru:
  • Af Guðsmönnum og grænum fingrum. Staða og hlutverk Garðapresta á 18. öld. Höfundur Fanney H. Kristjánsdóttir
  • Landbúnaður og sjósókn. Höfundur Narfi Jónsson
  • Mannfjöldi og þéttbýlismyndun. Höfundur Sigurður Trausti Traustason
  • Fjölskyldur af nesinu: Fjölskyldusögu- og mannfjöldarannsókn. Höfundur Alma Sigrún Sigurgeirsdóttir
  • Verslunarhættir Garðahverfisbænda. Höfundur Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir
Nemendur kynntu helstu niðurstöður verkefna sinna á opnum fundi í félagsheimilinu Garðaholti, þar sem mætti áhugafólk um sögu og samfélag í Garðahverfi. Nemendur lögðu einnig fram tillögur að því hvernig mætti draga sögu svæðisins fram og gera henni skil í skipulagsvinnunni. Það var mikill fengur að þessarri samvinnu Garðahverfis og háskólanemanna og mæltist fyrirkomulagið vel fyrir. 
Nemendur HÍ að störfum við Garðalind

Umræður á kynningu nemenda á rannsóknum sínum í félagsheimilinu Garðaholti

Ċ
heidaa@alta.is,
Aug 13, 2010, 3:38 AM
Ċ
heidaa@alta.is,
Aug 13, 2010, 3:38 AM
Ċ
heidaa@alta.is,
Aug 13, 2010, 3:38 AM
Ċ
heidaa@alta.is,
Aug 13, 2010, 3:38 AM
Ċ
heidaa@alta.is,
Aug 13, 2010, 3:38 AM
Comments