Forsendur‎ > ‎

Fornleifar

Mikið er um fornleifar á svæðinu í kringum Garðaholt. Fornleifar voru skráðar þar árið 2003 og liggur fyrir mjög greinargóð skýrsla þeirra Ragnheiðar Traustadóttur og Rúnu Knútsdóttur Tetzschner (Ragnheiður Traustadóttir og Rúna Knútsdóttir Tetzschner 2004). Skráðar voru 251 minjar sem flokkaðar voru eftir hlutverki þeirra. Algengustu minjarnar eru útihús, býli, bústaðir, landamerki, uppsátur, brunnar og traðir.

Af þessum 251 minjum eru 87 sýnilegar. Sýnilegu minjarnar eru þó ekki jafndreifðar um svæðið, heldur er mest um þær í norðvesturhluta skipulagssvæðisins, þar sem leifar af hlöðnum görðum og tóftir eru mjög áberandi í landslaginu. Garðatúngarður er mest áberandi. Þar sem land hefur verið brotið til ræktunar eru ummerki um fornminjar mun minni.

Eins og fyrr segir eru hlaðnir garðar einna mest áberandi af fornum menningarminjum, en einnig hafa verið kortlagðar fornar leiðir milli bæja, sem gefa góða hugmynd um byggðamynstrið sem hefur verið ríkjandi allt fram á 20 öldina.
Þéttleiki sýnilegra fornminja á skipulagssvæðinu. Unnið uppúr fornlefaskráningu Rgnheiðar Traustadóttur og Rúnu Knútsdóttur Tetzschner
Fornleifar skráðar af Ragnheiði Traustadóttur og Rúnu Knútsdóttur Tetzschner.

Loftmynd frá 1952. Mikið er af sýnilegum görðum og gömlum bæjarstæðum.

Rústir eru víða sjáanlegar og setja svip sinn á svæðið