Allt til eilífðar

Garðafélagið hefur stutt við gerð hleðslugarðs og listaverksins Allt til eilífðar í Garðakirkjugarði. Það voru listamennirnir Kristinn E. Hrafnsson og Steve Christer sem hönnuðu listaverkið. Garðafélagið bauð til stuttrar athafnar í Garðakirkjugarði þann 21. október 2015, þar sem félagið afhenti Garðabæ og sóknarnefnd Garðaprestakalls listaverkið og deiliskipulag Garðahverfis formlega. Sjá hér nokkrar myndir úr þeirri athöfn. 

Listaverkið var tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2015. Sjá hér nánar um þá tilnefningu.

Comments