Fyrir liggur deiliskipulag fyrir Garðahverfi á Álftanesi. Garðafélagið sem er félag áhugamanna um verndun Garða, studdi við gerð þessa deiliskipulags í samstarfi við bæjarstjórn Garðabæjar og sóknarnefnd Garðaprestakalls. Garðafélagið hefur einnig staðið fyrir byggingu hleðslugarðs og listaverksins Allt til eilífðar í Garðakirkjugarði. 

Meginmarkmið deiliskipulagsins er að stuðla að varðveislu menningar- og náttúruminja í Garðahverfi og að Garðahverfi verði aðgengilegt til íhugunar, útivistar og náttúruskoðunar. Það verði byggt upp í samræmi við sögulega sérstakt búsetulandslag og aldagamalt hlutverk svæðisins sem kirkju- og menningarstaðar. Með deiliskipulaginu er tryggt að á Görðum megi um ókomin ár njóta nálægðar, kyrrðar og friðsældar. 

Margir komu að vinnu þessa deiliskipulags og eru nánari upplýsingar um þá sem að komu tíundaðar í skipulagsgögnunum sem sjá mér hér á vefnum. Hér má einnig sjá helstu gögn sem nýtt voru í þessa vinnu og ritgerðir nemenda í HÍ sem unnu nemendaverkefni um byggð og samfélag frá 1500 - 1800 í Garðahverfinu. Þar er m.a. áhugaverð saga um kartöflurækt í Garðahverfi og að Bessastöðum í kringum 1758 - 1760. Þar voru fyrstu kartöflurnar teknar upp á Íslandi, fyrst á Bessastöðum og svo að Görðum.

Hér má sjá myndband sem lýsir deiliskipulaginu nánar og sögulegu samhengi þess auk mynda og þemakorta úr Garðahverfi.


Garðaholt verði friðsæll staður sem ber vitni um tímans rás.

Myndir af Garðahverfi